Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Úrskurður í deilu HS Orku og Norðuráls frestast aftur
Mánudagur 31. október 2011 kl. 09:33

Úrskurður í deilu HS Orku og Norðuráls frestast aftur

Gerðardómur í deilu Norðuráls og HS Orku vegna álversins í Helguvík hefur frestað úrskurði sínum um einn mánuð, en vonast hafði verið eftir niðurstöðu nú um þessi mánaðamót.

Fresturinn er að ósk dómaranna, sem telja deilumálið um orkusamninginn það viðamikið að þeir þurfi lengri tíma. Mun þetta vera í þriðja sinn sem úrskurður frestast, en upphaflega stóð til að að hann yrði kveðinn upp í lok júlímánaðar. Eftir málflutning í maímánuði var úrskurði frestað út september, síðan var honum frestað út október og nú til nóvemberloka.

Gerðardómurinn er skipaður af verslunardómstólnum í Stokkhólmi. Enginn þriggja dómara er þó sænskur heldur sitja í dómnum Bandaríkjamaður, Breti og Kanadamaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024