ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Viðskipti

Uppbygging gagnavera gullæði?
Laugardagur 10. október 2009 kl. 12:46

Uppbygging gagnavera gullæði?


Bílakjarninn
Bílakjarninn

Nýtt gullæði í uppbyggingu gagnavera kann að vera í uppsiglingu á Íslandi, að sögn Jeff Monroe, forstjóra fyrirtækisins Verne Global sem vinnur að uppsetningu slíks vers á Keflavíkurflugvelli. Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, en það hefur vakið mikla athygli, segir á mbl.is í dag.

Fréttin er þegar þetta er ritað ein sú mest áframsenda á vef útvarpsins en þar segir greinarhöfundur, Simon Hancock, það kaldhæðnislegt í miðju hruni að bandarískur fjárfestingarbanki verði líklega á meðal fyrstu viðskiptavina þessara vera þegar iðnaðurinn, sem kunni að verða mikilvæg stoð í atvinnulífinu eftir fimm til tíu ár, verði kominn í gagnið.

Rakið er hvernig kalt loftslags og hrein, endurnýjanleg orka geri Ísland einkar ákjósanlegt fyrir rekstur af þessu tagi.

Monroe er afar bjartsýnn á framhaldið og bendir á að losun gróðurhúsalofttegunda frá gagnaiðnaðinum sé orðin jafn mikil og frá flugi en vaxi hins vegar miklu hraðar.

Með því að flytja netþjónabú og gagnaver til Íslands geti stórfyrirtæki í tölvuheiminum dregið verulega úr koldíoxíðslosun sinni sem geti haft þann fjárhagslega ávinning að komast hjá sköttum á losun gróðurhúsaloffttegunda.

Víkurfréttir heimsóttu skrifstofur og byggingarsvæði Verne Global og hér er hægt að sjá þá frétt með sjónvarpsviðtali við forstjóra þess og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25