Tveir Suðurnesjamenn meðal æðstu stjórnenda Íslandsbanka
Suðurnesjamennirnir Ellert Hlöðversson og Sigurður Heiðar Jónsson tóku nýlega við stjórnendastöðum hjá Íslandsbanka. Ellert er nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans og Sigurður var ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka.
Ellert er brottfullur Keflvíkingur en hann tekur við stöðunni af Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra. Ellert tók nýlega við sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans en var áður forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka frá júní 2022 og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Ellert er með B.Sc gráðu í rafmagnsverkfræði og M.Sc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ellert mun taka við starfi fjármálastjóra um næstu áramót.
Sigurður Hreiðar Jónsson er brottfluttur Grindvíkingur. Hann hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Sigurður er með áratugareynslu af störfum á fjármála- og verðbréfamarkaði en ferilinn hóf hann 2003 hjá Búnaðarbankanum og svo Kaupþingi. Sigurður Hreiðar hefur starfað víða á fjármálamarkaði en kemur til Íslandsbanka frá Kviku banka og þar áður ACRO verðbréfum þar sem hann var einn stofnenda. Sigurður er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður hefur þegar hafið störf hjá bankanum.