Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Tveir Ljósanæturdiskar til sölu
Mánudagur 9. september 2002 kl. 10:37

Tveir Ljósanæturdiskar til sölu

Ásmundur Ö. Valgeirsson, höfundur sigurlagsins í keppninni um Ljósalagið 2002, hefur gefið út geisladisk með tveimur útgáfum af laginu "Velkomin á ljósanótt". Annars vegar er það útgáfa sem Magnús Þór Sigmundsson syngur og hinsvegar dansútgáfa í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Diskurinn er til sölu í Valgeirsbakaríi og einnig í Ungó við Hafnargötu. Diskurinn kostar 1000 kr.Þá er einnig í sölu tíu laga diskur, Ljósalagið 2002, sem gefinn var út eftir sönglagakeppnina í Stapa. Hann inniheldur "Velkomin á Ljósanótt" sem sungið er af Einari Ágústi og einnig níu önnur lög sem kepptu í úrslitum keppninnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024