TRYGGING HF. UNDIR SAMA ÞAKI OG TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN
Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. hefur skrifstofa Tryggingar í Keflavík flutt í húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar að Hafnargötu 26. Þar mun verða rekin sameinleg skrifstofa félaganna.Afgreiðslan verður opin frá 9.00 til 16.00. Símanúmerin 421 5799 og 421 3677 og faxnúmerin 421 2055 og 421 3899 verða óbreytt.Ólafur E. Ólason mun veita umboðum beggja félaganna forstöðu. Aðrir starfsmenn eru Anna María Sveinsdóttir og Ingibjörg Óskarsdóttir.