Tripadvisor veitir Bláa Lóninu þrjár viðurkenningar
- „Certificate of Excellence“ fyrir framúrskarandi þjónustu.
Tripadvisor, einn vinsælasti ferðavefur heims, hefur veitt Bláa Lóninu þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi þjónustu. Viðurkenningarnar eru veittar Blue Lagoon Spa, Lava, veitingastað Bláa Lónsins, og Bláa Lóninu Lækningalind.
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, segir viðurkenningarnar vera mjög hvetjandi. „Tripadvisor byggir á umsögnum þeirra sem hafa heimsótt okkur og upplifað umhverfi og þjónustu Bláa Lónsins. „ Vefurinn er gífurlega vinsæll. En notendur setja inn bæði umsögn og myndir og deila upplifun sinni með öðrum notendum Tripadvisor.“
Tripadvisor veitir viðurkenninguna þeim stöðum sem meðlimir síðunnar veita framúrskarandi einkunn. Viðurkenningin er veitt gististöðum, afþreyingarstöðum og veitingastöðum sem eru listaðir á Tripadvisor og viðhalda hárri einkunn notenda og fá jafnframt hátt hlutfall afar góðra umsagna.