TM tapar 100 milljónum kr. vegna Guðrúnar Gísladóttur KE
Guðrún Gísladóttir KE var tryggð fyrir rúma tvo milljarða íslenskra króna hjá Tryggingamiðstöðinni auk þess sem afli og veiðarfæri voru tryggð hjá sama fyrirtæki. Í tilkynningu frá Tryggingarmiðstöðinni til VÞÍ vegna þessa máls segir:,,Að morgni 19.06.2002 sökk fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE-15 við Lófóten í Noregi. Skipið er tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Skipið er húftryggt fyrir rúma 2 milljarða króna og einnig eru afli og veiðarfæri tryggð hjá félaginu. Gera má ráð fyrir að Tryggingamiðstöðin hf beri um kr. 100 milljónir í sinn hlut. Það sem þar er umfram fellur á endurtryggjendur. Að öðru óbreyttu verður afkoma félagsins á árinu því lakari en áætlað var. Ætla má að tjón þetta geri endurtryggingakjör félagsins lakari í framtíðinni.”