Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:15

TJARNARGATA 12 KEYPT FYRIR 369 MILLJ.

Sparisjóðurinn, Reykjanesbær og Lífeyrissjóður Suðurnesja hafa stofnað saman eignarhaldsfélagið Tjarnargötu 12 ehf. en fyrsta verk þess var að kaupa húseignina Tjarnargötu 12 í Keflavík. Í húsinu eru sem kunnugt er fyrrnefndar stofnanir með aðsetur sitt. Kaupverðið er 369 milljónir króna. Hlutir fyrrnefndra stofnana eru í nýja eignarhaldsfélaginu þannig að Víkur ehf. sem er eignarhaldsfélag Sparisjóðsins á 60%, Reykjanesbær er með 35% og Lífeyrissjóður Suðurnesja á 5% í nýja félaginu. Það mun síðan leigja Sparisjóðnum, Reykjanesbæ og Lífeyrissjóðnum húsnæðið. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri sagði að kaupin væru mjög hagstæð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024