Karlakórinn
Karlakórinn

Viðskipti

Þrjátíu og átta Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum
Verkfræðistofa Suðurnesja fagnaði fertugsafmæli fyrir ekki svo löngu síðan en fyrirtækið hefur verið Framúrskarandi frá upphafi. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 14:58

Þrjátíu og átta Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum

Þrjátíu og átta af 385 Framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi á nýbirtum lista Creditinfo eru staðsett á Suðurnesjum, eða tæplega 4.5 prósent heildarfjöldans. Eitt fyrirtæki, Verkfræðistofa Suðurnesja hefur verið á listanum óslitið frá upphafi en þetta er í tólfta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu.

 Fimm efstu sæti listans á Suðurnesjum skipa fyrirtækin HS Veitur í Njarðvík sem er í 70. sæti á heildarlista Framúrskarandi fyrirtækja, Þorbjörn hf. í Grindavík (í 98. sæti), Einhamar Seafood í Grindavík (105. sæti), IceMar í Keflavík (128. sæti) og FMS í Sandgerði(138. sæti).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sex fyrirtæki koma ný inn á listann í ár, AG-seafood, Barnabörn, Tækniþjónusta S.Á., KSK eignir, Grjótgarðar og Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar.

Í ár eru 853 fyrirtæki á listanum eða um 2 prósent allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Skráningum á listann fjölgar lítillega á milli ára en á sama tíma í fyrra voru 842 fyrirtæki á listanum. Rétt er að árétta að til ársloka geta enn bæst fyrirtæki á listann.

Samsetning listans getur breyst nokkuð á milli ára, en til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann.

Gunnar Örlygsson hjá Icemar og Arthur Galvez hjá AG-Seafood sem þeir eiga saman en sá síðarnefndi stýrir.  Bæði félögin eru meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2021 en AG-Seafood er þar í fyrsta skipti. VF-mynd/pket. 

38 Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum.