Þráðlaust net á brottfarasvæði FLE
Þráðlaust net er nú á öllum helstu bið- og veitingasvæðum á brottfarasvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þessa aukna þjónusta í Flugstöðinni hefur mikil þægindi í för með sér því nú geta farþegar með fartölvur tengst allri algengri netþjónustu, svo sem komist á Internetið, skoðað tölvupóstinn, farið á msn eða tengst vinnu.
Farþegar hafa tekið því fagnandi að flugstöðin sé nettengd og notkun hefur aukist frá fyrsta degi. Yfir 100 farþegar nýta sér þessa nýju þjónustu daglega.
Í samstarfi við TM Software var þráðlaust net tekið í notkun í suðurbyggingu flugstöðvarinnar í júlí byrjun. Nú í ágúst var þráðlausu neti einnig komið fyrir í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.
Farþegar hafa tekið því fagnandi að flugstöðin sé nettengd og notkun hefur aukist frá fyrsta degi. Yfir 100 farþegar nýta sér þessa nýju þjónustu daglega.
Í samstarfi við TM Software var þráðlaust net tekið í notkun í suðurbyggingu flugstöðvarinnar í júlí byrjun. Nú í ágúst var þráðlausu neti einnig komið fyrir í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.