Þorbjarnarfjölskyldan með meirihluta í Þorbirni Fiskanesi hf.
Óstofnað félag í eigu Eiríks Tómassonar forstjóra Þorbjarnar Fiskaness hf., Gunnars Tómassonar, Gerðar Sigríðar Tómasdóttur og Tómasar Þorvaldssonar hefur samið um kaup á 37,72% eignarhlut í Þorbirni Fiskanesi hf., en þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Í tilkynningunni kemur fram að eignarhlutur þessarar einstaklinga og tengdra aðilar í Þorbirni Fiskanesi hf. hafi numið 14,43% og að samanlagður eignarhluti þeirra ásamt óstofnuðu félagi verði 52,15% eftir þessi viðskipti. Hluthöfum Þorbjarnar Fiskaness verður í framhaldi gert yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu.
Fyrr í dag tilkynnti Íslandsbanki, að hann hefði eignast 16,84% hlut í Þorbirni Fiskanesi.
Eftirfarandi innherjaviðskipti voru tilkynnt á vef Kauphallar Íslands í morgun:
Kennitala |
Innherji |
Tengsl við félagið |
Nafnverð |
Sölugengi |
Hl eftir viðskipti |
2001704589 |
Árni Magnússon |
Stjórnarmaður |
21.556.147 |
6,0 |
0 |
3103517769 |
Andrés Á Guðmundsson |
Er í framkvæmdastjórn |
4.738.528 |
6,0 |
0 |
1510553119 |
Rúnar Þ Björgvinsson |
Varamaður í stjórn |
8.569.402 |
6,0 |
0 |
1509574009 |
Hrafnhildur Björgvinsdóttir |
Maki fruminnherja |
8.542.094 |
6,0 |
0 |
2712563109 |
Ottó Hafliðason |
Fjármálastjóri |
91.912 |
6,0 |
0 |
1604654929 |
Eiríkur Dagbjartsson |
Er í framkvæmdastjórn |
3.766.837 |
6,0 |
3.766.838 |
Fjárhagslega tengdir aðilar framangreindum innherjum eiga kr. 0 í félaginu.