Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Það skiptir máli að hugsa vel um húðina sína
Ásta Laufey, eigandi snyrtistofunnar Draumórar.
Föstudagur 15. desember 2017 kl. 07:00

Það skiptir máli að hugsa vel um húðina sína

- segir Ásta Laufey Sigurjónsdóttir snyrtifræðingur og sérfræðingur í varanlegri förðun

„Stofan er búin að vera í bígerð í þrjú ár en ég var með herbergi á hárgreiðslustofunni Draumahár áður en ég flutti mig til í húsnæðinu hér á Keilisbraut,“ segir Ásta Laufey Sigurjónsdóttir, eigandi snytistofunnar Draumórar. Snyrtistofan er í sama húsnæði og Langbest á Ásbrú en Ásta færði sig um set í september og stækkaði töluvert mikið við sig. „Það er töluvert stökk að fara úr einu litlu herbergi í svona stórt rými en þetta fer mjög vel af stað hjá mér. Ég býð upp á allar hefðbundnu meðferðirnar, fótsnyrtingu, andlitsbað, plokkun og litun, vax og svo er ég líka með varanlega förðun og Dermatude en er ég sú eina á Suðurnesjunum sem býður upp á Dermatude-meðferð.“

Náttúruleg meðferð sem vinnur gegn öldrun húðarinnar
Með Dermatude-meðferðinni er verið að örva eigin frumuframleiðslu húðarinnar en húðin er löguð að innan og verður öll líflegri fyrir vikið.
„Dermatude er fyrst og fremst öldrunarmeðferð en þetta er hundrað prósent náttúruleg meðferð. Húðlæknar nota meðferðina líka en hún eykur rakann í húðinni og vinnur gegn öldrun, fínum línum og eykur stinn- og þéttleika húðarinnar. Þetta er nálameðferð þar sem verið er að gata húðina, ekkert annað og þessu er fjarstýrt þannig að tækið vinnur fyrir þig og nálarnar komast aldrei það djúpt ofan í húðina að það skemmi hana, það myndast aldrei ör eða annað slíkt við meðferðina.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Getur seinkað öldrunarferlinu
Við 25 ára aldurinn fer frumuframleiðsla á kollageni að minnka og því getur verið gott að byrja snemma til að fyrirbyggja og seinka öldrunarferlinu að sögn Ástu.
„Hægt er að koma í stakt skipti en þú færð meiri árangur af því að koma í kúr sem er átta skipti. Í lengri meðferð eru þau svæði löguð sem hægt er að laga eins og til dæmis djúpar línur en þannig kemur árangur meðferðarinnar í ljós. Þú getur sett farða á þig strax daginn eftir meðferð en þó svo að það sé verið að rjúfa húðina þá sér maskinn, sem settur er eftir meðferðina sjálfa, um það að allur roði fari úr húðinni. Ef þú ert með rósroða eða viðkvæma húð þá vinnur meðferðin á því, en hún virkar einnig á exem húð, húðvandamál og stuðlar að frumuframleiðslu í húðinni þinni. Húðin byggir sig upp sjálf þegar meðferðinni lýkur.“

Lagar ör, háræðaslit og önnur vandamál
Eingöngu er notast við náttúrulegar vörur í meðferðinni sem eru ilmefna- og paraben fríar. En þess má geta að vörurnar eru mjög virkar og nauðsynlegur hlekkur til að fá sem besta útkomu „Ef þú ert með vandamála-húð, með ör eða annað eftir bólur eða hefur verið á lyfjakúr þá getur þú komið í Dermatude meðferð til að laga slíkt. Dermatude vinnur vel gegn örum, háræðaslitum og þú finnur strax að þetta virkar.“