Tal og Rafeindatækni endurnýja samstarfið
Tal hf. hefur endurnýjað samning sinn við Rafeindatækni ehf. um umboðssölu fyrir Tal til einstaklinga í Reykjanesbæ. Rafeindatækni hefur verið umboðsaðili Tals frá árinu 1999 og er því ánægjulegt að styrkja samtarfið á milli fyrirtækjanna enn frekar. Tal hefur frá árinu 1998 boðið upp á GSM þjónustu og í haust mun fyrirtækið bjóðu upp á TALsímaþjónustu fyrir heimili. Heimilin geta haldið símanúmerum sínum óbreyttum og átt þannig hagstæð heildarviðskipti við Tal í allri símaþjónustu.Hægt er að nálgast alla þjónustu Tals í verslun Rafeindatækni að Tjarnargötu 7.