Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Tæplega 295 þúsund gestir í Bláa Lónið í fyrra
Þriðjudagur 21. janúar 2003 kl. 11:40

Tæplega 295 þúsund gestir í Bláa Lónið í fyrra

Á síðasta ári heimsóttu 294.536 gestir Bláa lónið sem er 6.6% fækkun miðað við árið 2001. Til gamans má geta þess að ef fjöldanum er deilt niður á daga ársins kemur í ljós að tæplega 807 gestir heimsækja Bláa Lónið á hverjum degi allt árið um kring. Magnea Guðmundsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bláa lónsins sagði í samtali við Víkurfréttir að fækkun gesta mætti fyrst og fremst rekja til hryðjuverkanna 11. september 2001: „Áhrifanna gætti einkum á fyrri hluta ársins 2002 en þrátt fyrir að heildargestafjöldi ársins sé lægri en árið á undan fjölgaði gestum töluvert á síðasta ársfjórðungi ársins og er það merki um aukið jafnvægi í ferðaþjónustu,“ sagði Magnea.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024