Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 14:58

Tækniþjónusta Flugleiða fær Peugeot bifreiðir

Tækniþjónusta Flugleiða hefur gert samning við Bílavík ehf, umboðsaðila Bernhard bílaumboðsins, um rekstrarleigu á 8 Peugeot bílum til 3ja ára. Er um að ræða 5 Peugeot 307 sem var bíll ársins í Evrópu 2002, 1 Peugeot 306 Langbak og 2 Peugeot Partner sendibíla. Að sögn Elvars Gottskálkssonar, deildarstjóra hjá Flugleiðum, hefur Tækniþjónustan verðið með bíla á rekstrarleigu undanfarin 2 ár og hefur það rekstrarfyrirkomulag reynst mjög vel. Því var ákveðið að halda áfram með sama fyrirkomulag og hefðu Peugeot bílarnir komið sterkast út úr þeim tilboðum sem bárust og ánægjulegt hefði verið að geta gengið frá þessum samning við fyrirtæki á Suðurnesjum.

Elvar sagði að rekstrarleigu fylgdu margir kostir fyrir fyrirtæki þar sem þarna væri um að ræða heildarlausn á rekstri bifreiðanna og kostnaður rekstursins væri mun meðvitaðri og dreifðari en við rekstur eigin bifreiða og því væri þetta kostur sem öll fyrirtæki ættu að kynna sér.

Erlingur Rúnar Hannesson, eigandi Bílavíkur, sagði að mjög ánægjulegt hefði verið að ná þessum samning við Tækniþjónustu Flugleiða og ætti þetta örugglega eftir að auka markaðshlutdeild Peugeot á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024