Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja
Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. Frá þessu er greint á vefnum visir.is
Mikil átök hafa staðið um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja undanfarna daga. Orkuveita Reykjavíkur hugleiddi nýlega að kaupa hlut sveitarfélagannna í Hitaveitunni á genginu 7 en Fjárfestingafélagið Geysir Green Energy sem er í eigu FL. Group, Glitnis og VGK hönnunar tilkynnti um kaup á hlut sjö Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í Hitaveitunni síðastliðinn föstudag á genginu 7,1. Af þeim kaupum verður að öllum líkindum ekki þar sem HAfnarfjörður og Reykjanesbær ákváðu í gær að nýta forkaupsrétt sinn að kaupum hlutafjár ríkisins og sveitarfélaganna í Hitaveitunni.
Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins í dag standa fimm sveitarfélög vel fjárhagslega eftir söluna á hlut sínum í Hitaveitunni. Sveitarfélagið Vogar þar sem rúmlega 1100 manns búa á tæpan milljarð eftir söluna, Grindavíkurbær með rúmlega 2600 íbúa á eftir tæplega þrjá og hálfan milljarð, Sandgerðisbær með rúmlega 1600 íbúa á rúma tvo milljarða, Garður með tæplega 1500 íbúa á rúmlega einn og hálfan milljarð og sveitarfélagið í Vestmannaeyjum þar sem rúmlega 4000 manns búa á eftir rúmlega tvo og hálfan milljarð króna.
www.visir.is
Mikil átök hafa staðið um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja undanfarna daga. Orkuveita Reykjavíkur hugleiddi nýlega að kaupa hlut sveitarfélagannna í Hitaveitunni á genginu 7 en Fjárfestingafélagið Geysir Green Energy sem er í eigu FL. Group, Glitnis og VGK hönnunar tilkynnti um kaup á hlut sjö Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í Hitaveitunni síðastliðinn föstudag á genginu 7,1. Af þeim kaupum verður að öllum líkindum ekki þar sem HAfnarfjörður og Reykjanesbær ákváðu í gær að nýta forkaupsrétt sinn að kaupum hlutafjár ríkisins og sveitarfélaganna í Hitaveitunni.
Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins í dag standa fimm sveitarfélög vel fjárhagslega eftir söluna á hlut sínum í Hitaveitunni. Sveitarfélagið Vogar þar sem rúmlega 1100 manns búa á tæpan milljarð eftir söluna, Grindavíkurbær með rúmlega 2600 íbúa á eftir tæplega þrjá og hálfan milljarð, Sandgerðisbær með rúmlega 1600 íbúa á rúma tvo milljarða, Garður með tæplega 1500 íbúa á rúmlega einn og hálfan milljarð og sveitarfélagið í Vestmannaeyjum þar sem rúmlega 4000 manns búa á eftir rúmlega tvo og hálfan milljarð króna.
www.visir.is