Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Svartur föstudagur markar upphafið
Sunnudagur 16. desember 2018 kl. 17:14

Svartur föstudagur markar upphafið

Jólatraffíkin byrjar sums staðar með trompi á svörtum föstudegi. Fólk bíður þá eftir að sjá tilboðin og svo byrjar ballið en þetta segir Elín Frímannsdóttir, verslunarstjórinn í Tölvulistanum og Heimilistækjum í Reykjanesbæ þegar við inntum hana eftir því hvort jólatraffíkin væri farin af stað.

Viðskiptavinir á öllum aldri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Hér er alltaf mikið að gera en við sjáum það fyrir jólatraffíkina að fólk er að bíða eftir svörtum föstudegi og kanna tilboðin og svona. Eftir þennan dag byrjar jólaverslunin. Við erum með svo mikið úrval af vörum sem heimilin nota og þeir sem versla við okkur eru á öllum aldri því við erum bæði með tölvuvörur og heimilisvörur. Vörumerkin hjá okkur eru Philips, LG, Whirlpool, Asus, Corsair, JBL, Razer svo eitthvað sé nefnt. Þá erum við einnig með umboð fyrir Vodafone á Suðurnesjum. Aðalmarkmið okkar er að hjálpa fólki að fá það sem það vantar og ef það fæst ekki hér þá bendum við á aðra og þeir benda á okkur reikna ég með,“ segir Elín hress.

Úrvalið er mikið þegar litið er yfir verslunina. Blek, prentarar, tölvur og tölvuvörur. Þvottavélar, þurrkarar, eldavélar og ísskápar svo eitthvað sé nefnt.

„Fartölvur og spjaldtölvur eru vinsælar jólagjafir, Bluetooth hátalarar, heyrnartól og fleira. Leikjatölvur eru alltaf vinsælt að gefa ásamt leikjamúsum, lyklaborðum og músarmottum, en allt er þetta með ljósum sem hreyfast í takt. Við erum einnig með viðgerðarþjónustu og tölvuverkstæði. Snúrur í allt. Rosalega mikið úrval hjá okkur.“

Útvegum vörur úr Reykjavík

„Fólk þarf ekki að fara til Reykjavíkur að leita að vöru sem fæst mjög líklega hér suðurfrá. Þú sparar ekki neitt en eyðir fullt af tíma til einskis. Bara sem dæmi, ef þú kaupir stærri vöru hjá okkur þá er hún oft til á staðnum eða við útvegum hana fyrir þig næsta virka dag því við erum með ferðir fimm sinnum í viku inneftir. Bara sem dæmi í Reykjavík þá ferðu kannski í eina búð og kaupir td. þvottavél en svo þarftu að fara á lagerinn þeirra sem er kannski hinum megin í borginni til að sækja vöruna. Þetta er svo miklu þægilegra hér í heimabæ og mun ódýrara þegar upp er staðið, svo ekki sé minnst á þægindin, sagði Elín.“