Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Súpa og brauð í hádeginu hjá Brauðlist
Sunnudagur 15. febrúar 2009 kl. 22:51

Súpa og brauð í hádeginu hjá Brauðlist



Brauðlist, Grófinni 8 í Reykjanesbæ, hefur útvíkkað þjónustu sína og mun framvegis bjóða upp á súpu og smurbrauð í hádeginu. Í því skyni hefur verið komið upp góðri veitingaaðstöðu í húsakynnum fyrirtækisins.

Brauðlist leggur metnað sinn í framleiðsu á ekta smurbrauði, eða „fagmannlegu smurðu brauði í bestu fáanlegum gæðum” eins og segir í tilkynningu.
Nýverið opnaði Brauðlist glæsilegan lista- og veislusal í sömu húsakynnum. Listasalurinn er til útleigu fyrir ýmis tilefni, listasýningar, fundi, brúðkaup, erfidrykkjur, afmæli, fermingar og fleiri tilefni. Í salnum er hljóðkerfi ásamt tækjabúnaði sem þarf til fundarhalda.
Brauðlist býður súpu og brauð í hádeginu alla virka daga frá kl. 11 – 14 og að sjálfsögðu á viðráðanlegu verði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024