Suðurnesjasalt á heimsmarkað
Saltverksmiðjan á Reykjanesi hefur nú verið í fullum gangi í tæpa þrjá mánuði. Í fyrirtækinu starfa 12 manns bæði við saltframleiðslu og pökkun. Verksmiðjan er rekin á vöktum. Fyrstu gámar á Bandaríkjamarkað eru nú farnir frá pökkunarmiðstöð fyrirtækisins í Njarðvík, en aðstaðan er leigð af Plastgerð Suðurnesja. Sölusamningar hafa gengið vel og er sölustarf í Bandaríkjunum í fullum gangi. Í Kanada og Bandaríkjunum vinna nú 4 aðilar við sölustörf á vegum saltverksmiðjunnar.