Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Suðurnesjamenn með Sýru
Miðvikudagur 4. september 2024 kl. 10:19

Suðurnesjamenn með Sýru

Suðurnesjamennirnir Fannar Óli Ólafsson, Kristjón Hjaltested og Sigfús Jóhann Árnason eiga og reka fyrirtækið Sýra ehf. sem framleiðir úrvals kimchi og selja í verslunum Hagkaups og veitingahúsum á borð við Yuzu, Brons, Kol og fl. 

Yfir Ljósanótt verða þeir með Pop-up matseðil á Brons í Reykjanesbæ þar sem þeir reiða fram þrjá rétti með kimchi-inu sem þeir eru að framleiða. Boðið verður upp á Sýru Takkó, Stökkan kjúlla með asískri Sýru ídýfu og Sýru Kimchi kasjúhnetur. Komdu og smakkaðu Sýru Kimchi á Brons á fimmtudaginn kl 16-19, og milli kl 12-19 á föstudag til sunnudags. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýra verður einnig með bás á Park Inn á fimmtudaginn milli kl 17-21 og laugardaginn milli kl 13-19  þar sem gestir og gangandi mega gæða sér á snittum og kimchi sem verður framreitt til smökkunar yfir Ljósanótt.

Kimchi er að þeirra sögn matvara sem er skemmtileg viðbót við alla rétti og góð í munn og maga. „Kimchi fær­ir máltíðina á annað plan og hægt að borða með núðlum, taco, vefj­um, ham­borg­ara, fisk og kjöti. Kimchið okk­ar er nátt­úru­lega súrsað í tvær vik­ur en við það þró­ast bragðið og mat­var­an auðgast af góðgerl­um sem styðja við skil­virka melt­ingu og öfl­ugt ónæmis­kerfi,“ segja þeir félagar.