Suðurnesjamenn geta eignast hlut í Símanum
Opinn fundur um einkavæðingu Landssíma Íslands hf. var haldinn á Flughótelinu í Keflavík sl. fimmtudagskvöld en sala á hlutabréfum í Símanum verður dagana 19.-21. september nk. en þá verður 24% af heildarhlutafé boðið út.
Á fundinn komu fulltrúar frá Símanum, samgönguráðuneyti og framkvæmdanefnd um einkavæðingu til að ræða sölu hlutafjár ríkisins í Símanum og sitja fyrir svörum um áhrif einkavæðingarinnar. Rætt var um jöfnun aðgangs landsmanna að fjarskiptaþjónustu og áhrif tækniþróunar á kostnað við gagnaflutninga. Framtíðarsýn Símans var kynnt og rætt um fyrirkomulag hlutabréfasölunnar. Fundarstjóri var Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi.
Sala hlutabréfa í Símanum fer fram dagana 19.-21. september nk. en forsvarsmenn Símans hvetja Suðurnesjamenn til að leita ráðgjafar hjá bönkum og fjárfestingarstofnunum á Suðurnesjum. Almenningi og starfsmönnum Símans verðu boðið að kaupa 16% af heildarhlutafé á föstu gengi og jafnframt verða 8% hlutafjár seld í tilboðssölu. Alls verður því 24% af heildarhlutafé boðið út.
Að sögn Þórmundar Jónatanssonar, almannatengslafulltrúa Símans, er helsta nýjungin sú að ganga má frá hlutabréfakaupum að fullu á netinu í gegnum vef Búnaðarbankans, www.bi.is. Einnig taka útibú og afgreiðslur Búnaðarbankans, afgreiðslur Íslandspósts og verslanir Símans á móti
áskriftum.
Á fundinn komu fulltrúar frá Símanum, samgönguráðuneyti og framkvæmdanefnd um einkavæðingu til að ræða sölu hlutafjár ríkisins í Símanum og sitja fyrir svörum um áhrif einkavæðingarinnar. Rætt var um jöfnun aðgangs landsmanna að fjarskiptaþjónustu og áhrif tækniþróunar á kostnað við gagnaflutninga. Framtíðarsýn Símans var kynnt og rætt um fyrirkomulag hlutabréfasölunnar. Fundarstjóri var Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi.
Sala hlutabréfa í Símanum fer fram dagana 19.-21. september nk. en forsvarsmenn Símans hvetja Suðurnesjamenn til að leita ráðgjafar hjá bönkum og fjárfestingarstofnunum á Suðurnesjum. Almenningi og starfsmönnum Símans verðu boðið að kaupa 16% af heildarhlutafé á föstu gengi og jafnframt verða 8% hlutafjár seld í tilboðssölu. Alls verður því 24% af heildarhlutafé boðið út.
Að sögn Þórmundar Jónatanssonar, almannatengslafulltrúa Símans, er helsta nýjungin sú að ganga má frá hlutabréfakaupum að fullu á netinu í gegnum vef Búnaðarbankans, www.bi.is. Einnig taka útibú og afgreiðslur Búnaðarbankans, afgreiðslur Íslandspósts og verslanir Símans á móti
áskriftum.