Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Suðurnesjafyrirtækið Atmos fær vottun frá Google
Miðvikudagur 27. janúar 2010 kl. 11:07

Suðurnesjafyrirtækið Atmos fær vottun frá Google

Suðurnesjafyrirtækið Atmos ehf. hefur hlotið vottun frá Google sem endursöluaðili fyrir Google Apps™ , heildstæða samskipta- og samvinnulausn frá Google. Atmos mun veita uppsetningar- og innleiðingarþjónustu fyrir Google Apps, auk ráðgjafar og kennslu. Ásamt samstarfsaðilum sínum mun Atmos einnig geta boðið upp á frekari þróun og sérlausnir fyrir Google Apps.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Að hljóta vottun frá Google sem endursölu- og þjónustuaðili fyrir Google Apps gerir okkur kleift að auka verulega virði Google Apps fyrir íslensk fyrirtæki. Eftir því sem við best vitum erum við eini vottaði Google Apps endursöluaðilinn á landinu. Það eru nú þegar fyrirtæki að nota Google Apps og mörg sem hafa sýnt áhuga á því, en hingað til hefur vantað þjónustuna. Við getum nú boðið upp á þá þjónustu sem fyrirtæki þurfa á að halda til að taka skrefið yfir í áhrifaríkari og hagkvæmari starfsemi með Google Apps. Google Apps Premium Edition fyrir fyrirtæki býður mikið úrval mjög góðra forritunarviðmóta sem gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar topp vörur á óviðjafnanlegu verði,“sagði Þóranna K. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmos.

Google Apps færir fyrirtækjum einföld en áhrifarík samskipta- og samvinnukerfi á mjög hagstæðum kjörum. Með Google Apps geta notendur notað forrit eins og Gmail™ tölvupóstþjónustu, Google Talk™ spjallþjónustu, Google Calendar™ dagatöl, Google Docs™ skjalaforrit, Google Sites™ vefsíðuviðmót og Google Groups™ póstlista og hópsíður sem fyrirtæki geta notað undir eigin léni og gerir samvinnu innan fyrirtækja mun áhrifameiri. Rúsínan í pylsuendanum er að öll gögn og forrit eru vistuð hjá Google, þannig að viðskipavinurinn þarf ekki að kaupa tækjabúnaðinn eða hlaða niður forritunum, setja þau inn eða viðhalda hvoru tveggja. Eina sem þarf er vafri og aðgangur að netinu. Fyrirtækjum býðst áskrift að Premium útgáfu Google Apps fyrir USD 50 fyrir notanda á ári en Google býður einnig upp á fría útgáfu fyrir menntastofnanir (Education Edition) og félög (Non-Profit), auk þess sem Standard útgáfan er frí á netinu.

Innan endursöluprógramms Google Apps eru endursöluaðilar, ráðgjafar og sjálfstæð hugbúnaðaþróunarfyrirtæki sem selja, þjónusta og byggja sérlausnir fyrir Google Apps Premier Editions fyrir sína viðskiptavini. Atmos ehf. hefur fengið þjálfun, stuðning og uppsetningu frá Google en einnig forritunarviðmót sem gera þeim kleift að samþætta Google Apps enn frekar við rekstur viðskiptavina sinna. Atmos ehf. vinnur náið með viðskiptavinum sínum við að veita þeim þjónustu og stuðning og þannig munu Google Apps viðskiptavinir Atmos njóta góðs af því að þeirra þörfum sé sem best mætt.

Atmos mun á næstu vikum og mánuðum halda opnar kynningar á Google Apps og má fá frekari upplýsingar um hvar og hvenær þær fara fram á heimasíðu Atmos, atmos.is. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um fyrirtækið og þjónustu þess, og greinargóðar upplýsingar um Google Apps. Fyrirtæki geta einnig haft samband við Atmos til að fá frekari upplýsingar eða óska eftir kynningu. Síminn er 420 5800 og netfangið [email protected] Atmos mun hafa aðsetur í Eldvörp á Ásbrúarsvæðinu.


Almenn kynning á Google Apps Standard útgáfunni, sem er frí á netinu fyrir almenning, fer fram í Virkjun að Ásbrú, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13:00 og stendur í tæpa klukkustund. Kynningin er frí og öllum opin. Að auki verða haldin Google Apps námskeið hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum 10. febrúar nk. (tölvupóstur og dagatal) og 3. mars nk. (skjöl, vefir og hópar). Frekari upplýsingar og skráning eru á vef MSS, mss.is