„Suðurnesjaflugfélagið“ City Star Airlines eykur við vélaflotann
Evrópsk/bandaríski flugvélasalinn AerCap greindi frá því í vikunni að íslenska Eignarhaldsfélagið City Star Airlines hefði samið um kaup á tveimur Dornier328 skrúfuþotum í Usa. Verða vélarnar afhentar í apríl og júlí í ár. Kaupverðið er ekki gefið upp. City Star Airlines er að stórum hluta í eigu Suðurnesjamanna.
Eignarhaldsfélagið City Star Airlines er móðurfélag flugfélagsins City Star Airlines sem mun bæta skrúfuþotunum tveimur við flugvéla flota sinn. Í tilkynningu sem Press and Journal (P&J) fréttablaðið birtir er haft eftir Atla Georg Árnasyni, starfandi stjórnarformanni Eignarhaldsfélagsins City Star Airlines og forstjóra City Star Airlines að Dornier328 vélarnar sé afar góð viðbót við flugvélaflota félagsins. Segir hann að félagið hafi góða reynslu af notkun Dornier328 farþegaflugvéla.
City Star Airlines hóf áætlunarflug frá Aberdeen Dyce flugvelli í Skotlandi í lok mars 2005. Félagið hafði þá eina Dornier 328 skrúfuþotu í rekstri en verða nú fimm. Gert er ráð fyrir að flugfloti félagsins vaxi enn frekar á næstunni.
Mynd: Ein af vélum félagsins á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Páll Ketilsson