Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 22:00

SUÐURNES EINSTÖK NÁTTÚRUPERLA

Magnea Guðmundsdóttir úr Keflavík var nýverið ráðin markaðsstjóri Bláa Lónsins hf. Þar á bæ standa yfir stórframkvæmdir og meðal annars verður opnaður nýr baðstaður í vor sem mun gjörbylta allri aðstöðu Bláa Lónsins. Við lögðum nokkrar léttar spurningar fyrir Magneu og komumst þá að því að Bjartur í Sumarhúsum er í uppáhaldi hjá hennir og hún segist stundum vera full áköf. Nafn: Magnea Guðmundsdóttir Aldur: 29 ára Fjölskylduhagir: Einhleyp Átthagar: Keflavík Starf: Markaðsstjóri Bláa Lónsins hf. Laun: Sanngjörn Bíll: Wolksvagen Golf Uppáhaldspersóna: Bjartur í Sumarhúsum, aðalsöguhetjan í bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt Fólk. Bjartur er sannkallaður persónugervingur hinnar íslensku alþýðuhetju og hjálpar okkur við að skilja hugsunarhátt samferðarfólksins. Nú svo er systurdóttir mín hún Hildur í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Tónlist: Hlusta gjarnan á klassíska og rólega tónlist Áhugamál: Lestur góðra bóka, ferðalög og líkamsrækt. Íþróttafélag: Keflavík Gæludýrið: Símasköttur sem heitir Sesar. Hvenær vaknar þú á morgnana: Um sjö leytið. Morgunmatur: Gott kaffi, appelsínusafi og ristað brauð með marmelaði. Heimilisstörf: Nokkuð liðtæk og þykir gaman að dúlla mér í eldhúsinu, þó ekki daglega. Pólitíkin: Þrátt fyrir það engin pólitísk stefna gangi ein og sér er ég sjálfstæðis manneskja og hlynnt stefnu flokksins. Það fyndnasta: Þegar ég ásamt nokkrum vinum mínum vorum plötuð af leigubílstjórum í New York stuttu eftir að við stigum á bandaríska grund, en okkur þótti atvikið ekki mjög spaugilegt meðan á því stóð. Bókin á náttborðinu: Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxnes Helsti veikleiki: Stundum full áköf. Helsti kostur: Sjálfstæð og sjálfri mér samkvæm. Besta sumarfríið: Stutt ferð um norð austur strönd Bandaríkjanna Fallegasti staður á Íslandi: Keflavík Hvað fer mest í taugarnar á þér: Þegar ég hef of knappan tíma. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir stærsta vinninginn í Lottóinu: Ferðast og m.a. skoða austurlönd nær og fjær. Hvernig myndir þú lýsa Suðurnesjum fyrir útlendingi: Einstök náttúruperla í landi elds og ísa sem býður upp á áhugaverða möguleika fyrir ferðamenn, allt frá hressandi hvalaskoðunar ferðum og skemmtilegum gönguleiðum til slökunar í Bláa lóninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024