Suðurflug opnar nýjar bækistöðvar
Suðurflug hefur að undanförnu verið að koma starfsemi sinni fyrir í Knútsstöð á Keflavíkurvíkurflugvelli í húsnæði því sem áður hýsti eldsneytisafgreiðslu Esso. Er öll meginstarfsemi Suðurflugs þar með komin undir sama þak en talsverðar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu.
Starfsemi Suðurflugs felst í margvíslegri þjónustu við flugvélar, s.s. einkaflugvélar, ferjuvélar, sjúkraflug og hervélar. Einnig farþegavélar þegar svo ber undir.
Sögu fyrirtækisis má rekja aftur til ársins 1972 en starfsemi þess hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Starfsemin fer fram allan sólarhringinn en í dag starfa 12 manns hjá félaginu.
Efri mynd:
Eigendur Suðurflugs fögnuðu opnun nýrra bækistöðva á föstudaginn, frá v.: Davíð Jóhannsson, Björn Stefánsson og Kristbjörn Albertsson.
Neðri mynd:
Gestaaðstaðan er öll hin vistlegasta. VFmyndir/elg.