Styrktar og samstarfssamningur við Golfklúbb Suðurnesja
Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. (FLE), Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli (FMK) og Fríhöfnin ehf. hafa undirritað styrktar- og samstarfssamning við Golfklúbb Suðurnesja (GS). Þetta er fjórða árið í röð sem FLE, Fríhöfnin og GS eru í samstarfi en vegna fyrirhugaðar sameiningar FLE og FMK á næstu mánuðum var ákveðið að halda sameiginlegt mót bæði fyrir starfsmenn fyrirtækjanna þriggja og samstarfsaðila.
Samningurinn er hluti af heilsueflingu FLE, FMK og Fríhafnarinnar þar sem markmið er að vekja starfsfólk til umhugsunar um hollar lífsvenjur og styðja starfsfólkið við að tileinka sér heilbrigðari lífstíl.
Auk þess að skipuleggja golfmót fyrir starfsfólk fyrirtækjanna tekur GS að sér að skipuleggja golfmót sem samstarfsaðilum FLE, FMK og Fríhafnarinnar verður boðið til.
Á mynd eru Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Sóley Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs FLE, Guðný María Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE og Róberta Bára Maloney fulltrúi hjá Flugmálastjórninni Keflavíkurflugvelli.