Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stofnfjármarkaður SpKef opnaður sl. föstudag
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 23:25

Stofnfjármarkaður SpKef opnaður sl. föstudag

Í ljósi fyrirspurna og beiðna sem hafa komið frá stofnfjáreigendum í SpKef, þá ákvað stjórn Sparisjóðsins í Keflavík þann 8. janúar 2007 að Viðskiptastofa SpKef skuli halda utan um viðskipti með stofnfjárbréf sjóðsins á sérstökum tilboðsmarkaði. Markaðurinn opnaði sl. föstudag.

Með tilboðsmarkaði og skýrum reglum um framkvæmd viðskipta með stofnfjárhluti, hæfi til kaupa og upplýsingagjöf til stofnfjáreigenda vill stjórn SpKef leitast við að gera viðskipti með stofnfé gagnsæ og tryggari fyrir stofnfjáreigendur.

Stofnfjáreigendur ættu því ekki lengur að þurfa að taka á móti misjöfnum símtölum frá áhugasömum kaupendum. Viðskipti með stofnfjárbréf í SpKef munu í framtíðinni fara fram í gegnum sérstakan tilboðsmarkað sem Viðskiptastofa SpKef  mun sjá um.

Á heimasíðu SpKef, www.spkef.is, munu allar opinberar tilkynningar sem SpKef sendir Kauphöll Íslands hf. verða birtar sem og allar aðrar upplýsingar sem taldar eru að áhrif geti haft á verð stofnfjárbréfanna. Einnig verða reglulega birtar upplýsingar um hæsta kauptilboð og lægsta sölutilboð ásamt síðasta viðskiptagengi þess tíma.

Starfsmenn Viðskiptastofu SpKef veita nánari upplýsingar um tilboðsmarkaðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024