Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 18. mars 1999 kl. 21:25

STERK UPPBYGGING LANDSBAKANS Á SUÐURNESJUM

Ár breytinga hjá Landsbankanum Miklar breytingar hafa orðið hjá Landsbankanum á skömmum tíma. Bankinn fór á almennan hlutafjármarkað á árinu, og voru Suðurnesjamenn þar virkir þátttakendur og eignuðust um 500 einstaklingar og fyrirtæki hlut í bankanum. Síðan Halldór J. Kristjánsson tók við stöðu bankastjóra, hefur bankinn verið í stöðugri sókn, og styrkt stöðu sína og ímynd til muna. Mikill vöxtur útlána og innlána Að sögn Viðars Þorkelssonar svæðisstjóra jukust á síðasta ári útlán Landsbankans á Suðurnesjum um 40% eða um 2.100 milljónir króna og voru í árslok 6.300 milljónir. Skýringuna á þessari miklu aukningu er að finna í útlánum til sjávarútvegsfyrirtækja, en Landsbankinn hefur um árabil tekið virkan þátt í uppbyggingu sjávarútvegs á Suðurnesjum og gengt forystuhlutverki í fjármögnun. Undanfarið hefur bankinn verið umsvifamikill í lánveitingum til bæjar- og sveitarfélaga og stofnanna þeirra og lánað og má þar nefna í verkefni á sviði skólamála og hafnargerða. Einnig hefur bankinn veitt aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu. Markaðshlutdeild bankans í útlánum jókst á síðasta ári úr 35% í 39%. Á sama hátt varð aukning í innlánum mikil á síðasta ári, og nam hún um 34%. Voru innlánoru í árslok 1998, 5.100 milljónir króna. Markaðshlutdeild bankans jókst um 4% á árinu og var nú í árslok 34%. Rekstur útibúanna á Suðurnesjum var farsæll síðasta ár Rekstur útibúanna á Suðurnesjum gekk mjög vel á síðasta ári og eru meginskýringarnar á því gott efnahagsástand og aukning í umsvifum bankans. Um síðustu áramót voru starfsmenn hjá Landsbankanum á Suðurnesjum 50 talsins og þjónuðu þeir 42 stöðugildum, launagreiðslur þessara starfsmanna námu um 122 milljónum króna. Nýjungar í fjármálaþjónustu „Vörðuklúbburinn er okkar flaggskip stolt okkar í í einstaklingsþjónustunni, en sú lánaþjónusta sem þar er veitt, byggir á nýju hugarfari bankans og til viðskiptavinarins, þar sem fyrst og fremst er horft litið til viðskiptareynslu, greiðslugetu og fjárhagsstöðu lántakans í stað þess að einblína á ábyrgðarmenn", segir Viðar. „Mikil aukning hefur orðið á notkun Einkabanka Landsbankans á internetinu síðustu misseri og skipta notendur hans hundruðum á Suðurnesjum. Þá hefur möguleikinn á viðbótarlífeyrissparnaði vakið verðskuldaða athygli hér á svæðinu. Fulltrúar bankans hafa farið á vinnustaði og kynnt þá möguleika sem í boði eru og fólk tekið þeirri fræðslu vel. Útibú Landsbankans á Suðurnesjum hafa staðið sig sérstaklega vel í samanburði við önnur útibú bankans í sölu á lífeyrissparnaði. Þá hefur jafnframt Landsbankinn, fyrstur banka, tengt saman fjármögnun, tryggingar og ávöxtun fjár í eina heild með tilkomu Heimilislánanna. Þrátt fyrir allar nýjungarnar leggjum við enn sem fyrr megináherslu á góða persónulega þjónustu við okkar viðskiptavini." Markvisst hefur verið unnið að því að styrkja Landsbankann á Suðurnesjum „Landsbankinn hefur unnið markvisst að því síðustu misseri að styrkja starfssemi sína á einstökum viðskiptaskiptasvæðum og eru Suðurnesin engin undantekning. Með ráðningu viðskiptafræðinganna Garðars Newman og Lindu Óskar Þórmundsdóttur hefur sérfræðiþekking Landsbankans á Suðurnesjum verið stórefld, en þau eru bæði heimafólk og þekkja vel til aðstæðna á svæðinu", sagði Viðar Þorkelsson að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024