Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Stefna á nýjan vef Reykjanesbæjar í sumar
Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur Rúnar Guðnason markaðsstjóri Stefnu sem undirrituðu samninginn.
Mánudagur 11. apríl 2016 kl. 09:23

Stefna á nýjan vef Reykjanesbæjar í sumar

Reykjanesbær hefur gengið til samninga við Stefnu hugbúnaðarhús vegna nýs upplýsingavefjar sveitarfélagsins. Ráðgert er að opna nýjan vef um miðjan júní. Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur Rúnar Guðnason markaðsstjóri Stefnu sem undirrituðu samninginn.

Núverandi vefur Reykjanesbæjar var tekinn í notkun árið 2010 og er orðinn tæknilega úreltur vegna örra tækninýjunga. Ekki var hægt að gera breytingar á núverandi vef, svo sem gera skalanlegan í öllum hugsanlegum tækjum, án mikils kostnaðar.

Í upphafi árs var leitað til Sjá ehf., sem hefur sérhæft sig í viðmótsprófunum og úttekt á vefjum, vegna undirbúningsvinnu. Þeirri vinnu lauk með verðkönnun á nýjum upplýsingavef fyrir Reykjanesbæ sem sex hugbúnaðarfyrirtækjum var gefinn kostur á að taka þátt í. Þau sem svöruðu verðkönnuninni voru Advania, Dacoda, Hugsmiðjan, Kosmos og Kaos og Stefna hugbúnaðarhús.

Að undangengnum kynningum og fundum með forsvarsmönnum fyrirtækjanna var ákveðið að ganga til samstarfs við Stefnu hugbúnaðarhús. Auk þess að bjóða lægsta verðið, svaraði fyrirtækið öllum kröfulýsingum ítarlega og af nákvæmni, fyrirtækið stóðst allar kröfur sem gerðar voru í kröfulýsingu og hefur staðist væntingar í öðrum viðskiptum við Reykjanesbæ.

Stefna hugbúnaðarhús hannaði nýja safnavefi fyrir Reykjanesbæ, sem tekinn var í notkun sl. haust. Auk vefjar um öll söfn og viðburði í Reykjanesbæ hannaði Stefna einnig vefi Bókasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024