Starfsemi Viðskiptastofu Sparisjóðsins í örum vexti
Frá því að Sparisjóðurinn í Keflavík gerðist aðili að Verðbréfaþingi í upphafi árs 1999 hefur starfsemi Viðskiptastofunnar vaxið jafnt og þétt. Viðskiptastofan hefur nú aðsetur í afgreiðslu Sparisjóðsins að Tjarnargötu í Keflavík. Starfsemi viðskiptastofunnar er aðgreind frá annarri starfsemi innan Sparisjóðsins sem þykir nauðsynlegt vegna eðlis þjónustunnar.Starfsmenn viðskiptastofunnar eru fjórir talsins og veitir Þröstur Leósson henni forstöðu. Aðrir starfsmenn eru Kristinn Á. Ingólfsson og Kjartan Ingvarsson, sérfræðingar og Ingibjörg Baldursdóttir sem sér um bakvinnslu.Viðskiptastofan sér um miðlun verðbréfa, þ.e. kaup og sölu allra innlendra og erlendra verðbréfa. Kaup og sala erlendra verðbréf er í samráði við Kaupthing/Luxembourg S.A. Viðskiptastofan býður uppá almenna eignastýringu og fjárvörslu. Þá veitir viðskiptastofan einnig ráðgjöf vegna fjárvörslu, sparnaðar, lífeyris og uppbyggingu eignasafna svo dæmi séu nefnd.„Með tilkomu Viðskiptastofunnar er Sparisjóðurinn í Keflavík að fylgja eftir því leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum alhliða fjármálaþjónustu, sniðna að þörfum hvers og eins“, segir Þröstur Leósson, forstöðumaður Viðskiptastofunnar. „Styrkur stofunnar liggur í góðum tengslum og nálægð við viðskiptavini og starfsmenn hennar hafa víðtæka þekkingu á fjármálamarkaðnum þar sem þeir sérhæfa sig í að bjóða fjölbreytta og persónulega þjónustu.“