Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Starf bæjarstjóra auglýst í Garði
Föstudagur 1. júní 2012 kl. 10:24

Starf bæjarstjóra auglýst í Garði

Sveitarfélagið Garður hefur auglýst laust til umsóknar starf bæjarstjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess, segir í auglýsingunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur. Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarstjórnar og bæjarráðs. Bæjarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök.

Menntunar- og hæfniskröfur til bæjarstjórans er að hann hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði stjórnsýslu, viðskipta eða rekstrar

Farsæl reynsla af stjórnun og samskiptum. Reynsla í opinberrri stjórnsýslu er æskileg. Leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, hvatningu, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð. Áhugi á að takast á við uppbyggingu sveitarfélagsins. Umsóknum um starfið ber að skila í síðasta lagi þann 11. júní nk.