Starf bæjarstjóra auglýst í Garði
Sveitarfélagið Garður hefur auglýst laust til umsóknar starf bæjarstjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess, segir í auglýsingunni.
Bæjarstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur. Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarstjórnar og bæjarráðs. Bæjarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök.
Menntunar- og hæfniskröfur til bæjarstjórans er að hann hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði stjórnsýslu, viðskipta eða rekstrar
Farsæl reynsla af stjórnun og samskiptum. Reynsla í opinberrri stjórnsýslu er æskileg. Leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, hvatningu, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð. Áhugi á að takast á við uppbyggingu sveitarfélagsins. Umsóknum um starfið ber að skila í síðasta lagi þann 11. júní nk.