Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Stálpípuverksmiðja: fjármögnunarferli dregist
Föstudagur 30. janúar 2004 kl. 15:25

Stálpípuverksmiðja: fjármögnunarferli dregist

Fulltrúar bandaríska fyrirtækisins International Pipe and tube eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði til viðræðna við íslenskar bankastofnanir varðandi fjármögnun á byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Fulltrúar fyrirtækisins voru hér á landi í desember þar sem þeir ræddu við bankastofnanir hér á landi og sagði Barry Bernstein forstjóri fyrirtækisins að hann væri ánægður með viðbrögð þeirra stofnana sem rætt var við.
Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra hefur fjármögnunarferli IPT tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Þeir munu halda héðan frá Íslandi til viðræðna við Evrópskar bankastofnanir,“ sagði Pétur í samtali við Víkurfréttir.

Mynd: Teikningar af fyrirhuguðu iðnaðarsvæði í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024