Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stækka gagna­ver Verne Global fyrir hátt í 70 milljarða króna
Föstudagur 9. júní 2023 kl. 10:54

Stækka gagna­ver Verne Global fyrir hátt í 70 milljarða króna

Verne Global áformar að fjárfesta fyrir hátt í 70 milljarða króna í gagnaveri sínu á Ásbrú í Reykjanesbæ á fimm ára tímabili. Fyrirtækið hyggst ráðast í umfangsmikla uppbyggingu til að auka afkastagetu gagnaversins þannig að uppsett afl fari úr núverandi 40 megavöttum (MW) í yfir 96 MW. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.

Móðurfélag Verne Global upplýsti nýlega um að áætluð fjárfesting á Íslandi á árunum 2023-2027 hljóði upp á 391 milljón punda og að þar af myndi fjárfesting í ár nema um 95 milljónum punda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til samanburðar gerðu fyrri áform félagsins ráð fyrir að fjárfesting þess á umræddu fimm ára tímabili yrði helmingi minni eða í kringum 172 milljónum punda. Áætluð fjárfesting félagsins á tímabilinu hefur því aukist um 219 milljónir punda eða um rúma 38 milljarða króna.

Nánar má lesa um málið hér.