SS bílaleigan annast alla bílaleigu fyrir herinn
Um áramótin fór fram forval þar sem óskað var eftir bílaleigum sem myndu annast leigu á Varnarliðssvæðinu og sóttu 6 bílaleigur um að komast í hópinn. Fjórar bílaleigur voru valdar í hópinn og var SS bílaleigan sú eina af Suðurnesjum. Í kjölfarið var efnt til útboðs og var SS bílaleigan með lægsta tilboðið. Sverrir Sverrisson framkvæmdastjóri SS bílaleigunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri gríðarlega ánægður með samninginn við Varnarliðið: „Þetta er eina leigan sem má vera starfandi á vellinum og tekjuaukningin hjá okkur verður mikil. Þetta er samningur til tveggja ára, en hann er með sjálfkrafa framlengingu í þrjú ár þar á eftir þannig að í raun er samningurinn til fimm ára.“
Sverrir gerir ráð fyrir að það þurfi að fjölga bílum verulega: „Við þurfum að fjölga bílum og verðum með á bilinu 130 til 150 bíla í sumar,“ segir Sverrir og bætir því við að SS bílar hafi verið með starfsemi á Vellinum: „Við höfum verið hjá ferðaskrifstofu Varnarliðsins sl. 9 ár en nú hefur Verslun Varnarliðsins yfirtekið alla bílaleigu á Keflavíkurflugvelli og við gerðum samning við þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Sverrir gerir ráð fyrir að það þurfi að fjölga bílum verulega: „Við þurfum að fjölga bílum og verðum með á bilinu 130 til 150 bíla í sumar,“ segir Sverrir og bætir því við að SS bílar hafi verið með starfsemi á Vellinum: „Við höfum verið hjá ferðaskrifstofu Varnarliðsins sl. 9 ár en nú hefur Verslun Varnarliðsins yfirtekið alla bílaleigu á Keflavíkurflugvelli og við gerðum samning við þá,“ sagði Sverrir að lokum.