Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SpKef hefur neikvæð áhrif á afkomu Landsbankans
Mánudagur 3. september 2012 kl. 09:37

SpKef hefur neikvæð áhrif á afkomu Landsbankans

Hagnaður Landsbankans eftir skatta nemur 11,9 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn á fyrrihluta síðasta árs var 24,4 milljarðar og skýrist munurinn fyrst og fremst af gjaldfærslu í rekstri bankans vegna endurmats á eignum Spkef, samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum.

Arðsemi eigin fjár á fyrri hluta árs 2012 var 11,5% en mældist tæplega 25% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 23,3% en var 22,4% fyrir ári.

Meginbreytingar á efnahag Landsbankans eru tvenns konar; annars vegar er það sala á 75% hlut í dótturfélaginu Regin hf. sem skilaði Landsbankanum um 1.650 milljónum króna í hagnað. Þá lækka skuldir tengdar eignum til sölu um 8,4 milljarða króna.

Hins vegar veldur mikilli breytingu á efnahag það samkomulag sem Landsbankinn hf. og Landsbanki Íslands hf. (LBI) náðu, um að Landsbankinn fyrirframgreiði fjórðung af höfuðstól svokallaðra A-skuldabréfa sem gefin voru út árið 2010. Fyrirframgreiðslan var að jafnvirði rúmlega 73 milljarða króna í evrum, dollurum og pundum. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024