Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SPKEF gefur fermingarbörnum reiknivélar
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 16:49

SPKEF gefur fermingarbörnum reiknivélar

Sparisjóðurinn í Keflavík hefur í mörg ár gefið fermingarbörnum á Suðurnesjum reiknivélar að gjöf í tilefni ferminganna. Þetta ár verður engin undantekning því öll 14 ára börn fá reiknivél frá SPKEF, hvort sem þau kjósa að fermast eða ekki. Skátafélagið Heiðabúar hafa séð um að koma gjöfinni til fermingarbarna á sama tíma og þeir bera út fermingarskeytin.

Allir viðskiptavinir sparisjóðsins sem gefa fermingabarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð Sparisjóðsins fá 2.000 kr. viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Framtíðarsjóður er verðtryggður reikningur sem ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni. Reikningurinn er ætlaður börnum til 15 ára og er bundinn til 18 ára aldurs. Í tilkynningu frá SpKef segir að Framtíðarsjóður Sparisjóðsins sé ein besta leið sem völ er á til að ávaxta fermingarpeningana.

Auk þessa geta fermingarbörn bætt við inneignina á framtíðarsjóðnum og fá allir sem leggja 20.000 kr. eða meira bíómiða fyrir 4 í Sambíóin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024