Sparisjóðurinn í Keflavík með rúmar 114 milljónir króna í hagnað
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrstu sex mánuði ársins nam 114,1 m.kr. króna fyrir skatta og óreglulega liði samanborið við 100,5 m.kr. á sama tímabili árið 2000. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 81,8 m.kr. samanborið við 69,4 m.kr. á sama tíma árið 2000.
Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á 1.186,7 m.kr. og vaxtagjöld 860,9 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 325,7 m.kr. samanborið við 263,6 m.kr. á sama tíma árið 2000. Er þetta aukning upp á 62 m.kr. eða 23,5%. Aðrar rekstrartekjur voru 140,4 m.kr. á árinu á móti 142,3 á sama tíma árið 2000.
Önnur rekstarargjöld námu alls 299 m.kr. og jukust um 13,4% frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld jukust um 14,8% en annar almennur rekstrarkostnaður um 14%. Kostnaðarhlutfall var 64,2% en var 64,9% á sama tíma árið 2000.
Framlag í afskriftareikning útlána var 52,9 m.kr. en var 41,8 m.kr. á sama tíma árið 2000.
Heildarinnlán í ásamt lántöku námu um 11.577,8 m.kr. Þannig jukust innlán um 542,4 m.kr. eða um 4,9%.
Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 12.787,1 m.kr. og höfðu aukist um 992,3 m.kr. eða um 8,4%.
Í júnílok var niðurstöðutala efnahagsreiknings 15.540,3 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 962,8 m.kr. eða 6,6%. Eigið fé Sparisjóðsins nam 1.636,9 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 115,1 m.kr. eða 7,6%. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,8%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 10,06% en má lægst vera 8%.
Þann 30. júní 2001 var stofnfé 600 m.kr. króna að nafnvirði og dreifðist það niður á 565 aðila.
Sparisjóðurinn í Keflavík rekur fjórar afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði og Grindavík en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík.
Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á 1.186,7 m.kr. og vaxtagjöld 860,9 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 325,7 m.kr. samanborið við 263,6 m.kr. á sama tíma árið 2000. Er þetta aukning upp á 62 m.kr. eða 23,5%. Aðrar rekstrartekjur voru 140,4 m.kr. á árinu á móti 142,3 á sama tíma árið 2000.
Önnur rekstarargjöld námu alls 299 m.kr. og jukust um 13,4% frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld jukust um 14,8% en annar almennur rekstrarkostnaður um 14%. Kostnaðarhlutfall var 64,2% en var 64,9% á sama tíma árið 2000.
Framlag í afskriftareikning útlána var 52,9 m.kr. en var 41,8 m.kr. á sama tíma árið 2000.
Heildarinnlán í ásamt lántöku námu um 11.577,8 m.kr. Þannig jukust innlán um 542,4 m.kr. eða um 4,9%.
Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 12.787,1 m.kr. og höfðu aukist um 992,3 m.kr. eða um 8,4%.
Í júnílok var niðurstöðutala efnahagsreiknings 15.540,3 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 962,8 m.kr. eða 6,6%. Eigið fé Sparisjóðsins nam 1.636,9 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 115,1 m.kr. eða 7,6%. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,8%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 10,06% en má lægst vera 8%.
Þann 30. júní 2001 var stofnfé 600 m.kr. króna að nafnvirði og dreifðist það niður á 565 aðila.
Sparisjóðurinn í Keflavík rekur fjórar afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði og Grindavík en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík.