Sparisjóðurinn: Breyttur opnunartími á föstudögum í Keflavík
Sparisjóðurinn hefur í nokkra áratugi boðið uppá lengri opnunartíma á föstudögum í afgreiðslu sinni í Keflavík eða til kl. 17:00. Í sumar mun sá opnunartími breytast í samræmi við aðrar afgreiðslur Sparisjóðsins og verður því opið til kl: 16.00 á föstudögum eins og aðra virka daga.
Nýr afgreiðslutími verður tekinn upp frá og með föstudeginum 23. maí og fram á haustið.
Á sínum tíma þótti rétt að hafa opið lengur á föstudögum þar sem margir launþegar á Suðurnesjum fengu útborgað í vikulok og myndaðist þá oft örtröð í gamla Sparisjóðnum við Suðurgötu. Með aukinni notkun á heimabanka, hraðbanka og greiðsluþjónustu hefur dregið úr þörfin á rýmri afgreiðslutíma og þá sérstaklega á sumrin. Því var ákveðið að samræma opnun í öllum afgreiðslum Sparisjóðsins og gefa starfsmönnum í afgreiðslunni í Keflavík færi á að komast fyrr í helgarfrí í sumar.