Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Viðskipti

Sparisjóðurinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 11:59

Sparisjóðurinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur

Í morgun var undirritaður samningur á milli Ljósanæturnefndar og Sparisjóðsins í Keflavík þar sem Sparisjóður Keflavíkur verður aðalstyrktaraðili Ljósanætur og gildir samningurinn fram yfir Ljósanótt 2008.
Það voru þeir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Árni Sigfússon bæjarstjóri sem undirrituðu samninginn í fundarsal Sparisjóðsins.
Sparisjóðurinn hefur verið traustur samstarfsaðili vegna Ljósanætur frá upphafi og þessi samningur tryggir að svo verður áfram næstu þrjú ár. Þessi samningur mun tryggja Ljósanótt enn frekar í sessi sem aðra stærstu menningar- og fjölskylduhátíð landsins.

 

Vf-Mynd: Magnús.
Á myndinni eru t.f.v.  Ásmundur Friðriksson verkefnistjóri Ljósanætur, Daði Þorgrímsson frá Sparisjóðnum, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Steinþór Jónsson formaður Ljósanefndar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25