Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sparisjóðurinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 11:59

Sparisjóðurinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur

Í morgun var undirritaður samningur á milli Ljósanæturnefndar og Sparisjóðsins í Keflavík þar sem Sparisjóður Keflavíkur verður aðalstyrktaraðili Ljósanætur og gildir samningurinn fram yfir Ljósanótt 2008.
Það voru þeir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Árni Sigfússon bæjarstjóri sem undirrituðu samninginn í fundarsal Sparisjóðsins.
Sparisjóðurinn hefur verið traustur samstarfsaðili vegna Ljósanætur frá upphafi og þessi samningur tryggir að svo verður áfram næstu þrjú ár. Þessi samningur mun tryggja Ljósanótt enn frekar í sessi sem aðra stærstu menningar- og fjölskylduhátíð landsins.

 

Vf-Mynd: Magnús.
Á myndinni eru t.f.v.  Ásmundur Friðriksson verkefnistjóri Ljósanætur, Daði Þorgrímsson frá Sparisjóðnum, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Steinþór Jónsson formaður Ljósanefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024