Mánudagur 27. ágúst 2001 kl. 10:19
Source Holding eykur hlut sinn í Keflavíkurverktökum
Source Holding SA, hefur keypt 8,3 milljónir króna að nafnverði í Keflavíkurverktökum hf. og eykur þar með eignarhluta sinn í félaginu úr 8,1% upp í 10,8% af heildarhlutafé, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings. Eigandi Source Holding SA er Sigurður Guðni Jónsson.