Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sólar og Mánar sameinast í eitt sólkerfi
Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar, og Kári Þráinsson, framkvæmdastjóri Mána.
Föstudagur 19. janúar 2024 kl. 06:00

Sólar og Mánar sameinast í eitt sólkerfi

Sólar ehf. og Mánar ehf. hafa náð samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar. Fyrirtækin starfa bæði á virkum samkeppnismarkaði þar sem eftirspurn frá viðskiptavinum eftir víðtækri gæða- og heildarþjónustu fer vaxandi.

„Við teljum að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna sem hvort um sig hefur sína styrkleika. Við erum sífellt að huga að leiðum til að þjónusta viðskiptavini okkar með betri og skilvirkari hætti en áður, með sérstaka áherslu á umhverfisvitund. Við bíðum spennt eftir því að fá Kára framkvæmdastjóri Mána og hans öfluga starfsfólk til liðs við okkur“, segir Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mánar hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár með ákveðinni sérhæfingu, til dæmis í ýmissi þjónustu við húsfélög. Við höfum lagt áherslu á hátt þjónustustig og snöggan viðbragðstíma. Með samrunanum verður til enn öflugra félag með aukna samkeppnishæfni og sterkari innviði,“ er haft eftir Kára Þráinssyni, framkvæmdastjóra Mána.

Sólar eru eitt af stærstu ræstingafyrirtækjum landsins með um 500 starfsmenn sem starfa við almenn þrif og sérverkefni. Sólar er leiðandi í umhverfisvernd og voru fyrst ræstingafyrirtækja hér á landi til að fá leyfi til að nota Svaninn, norræna umhverfismerkið. Sólar hefur tíu ár í röð verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo og eru á meðal þeirra 2,8% fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar um fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.