Soho café í „reynsluakstri“
– frábært útsýni yfir Keflavík og Bergið
	Örn Garðarsson matreiðslumeistari er að opna nýtt kaffihús, Soho café, að Hrannargötu 6 í Keflavík um þessar mundir. Segja má að kaffihúsið sé í „reynsluakstri“ þessa dagana en verður svo opnað formlega síðar í mánuðinum.
	
	Soho café býður í dag upp á súpu og samlokur í hádeginu, auk þess sem boðið er upp á smurt braut, bakkelsi, tertur o.fl.
	
	Örn segir að Soho café eigi fyrst og fremst að vera kaffihús en virka daga verða í boði tveir heitir réttir í hádeginu en inni á staðnum eru sæti fyrir 35 manns.
	
	Framkvæmdir við nýja kaffihúsið hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Það stendur efst á Hrannargötunni og þaðan er gott útsýni yfir Keflavík, Bergið og út á Faxaflóa.
	
	Opnunartímar eru enn til skoðunar og þá er verið að bíða eftir síðustu leyfum í hús, eins og t.a.m. vínveitingaleyfi. Til að byrja með verður opið frá kl. 11 að morgni og fram eftir degi virka daga. Ekki verður opið á kvöldin.
	
	Meðfylgjandi myndir voru teknar inni á kaffihúsinu í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi
	
	
	
	Örn Garðarsson matreiðslumeistari á nýja kaffihúsinu sínu.
	
	
	
	Gott útsýni er yfir Keflavík og Bergið úr stórum glugga á kaffihúsinu.
	
	
	
	Innrétting staðarins er gróf en á sama tíma hlýleg.
	
	
	
	Samlokur og bakkelsi ýmiskonar er í boði.


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				