Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Slippfélagið með nýja verslun í Reykjanesbæ
Föstudagur 31. janúar 2020 kl. 14:32

Slippfélagið með nýja verslun í Reykjanesbæ

Slippfélagið hefur opnað nýja og glæsilega verslun á Hafnargötu 61 í Reykjanesbæ. Húsið sem er þekkt sem gamla Vatnsneshúsið.

Verslunin er rúmgóð og falleg, vöruúrval hefur aukist til muna og sýningarrými fyrir liti er afskaplega vel heppnað, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú getum við þjónustað viðskiptavini okkar enn betur í stærra og betra húsnæði. Og við stjórnvölin þar er eftir sem áður Keflvíkingurinn Eðvald Heimisson verslunarstjóri og nýtur hann dyggrar aðstoðar Guðmundar Ragnars Brynjarssonar málara. Við erum lánsöm með þessa frábæru starfsmenn sem hafa gríðarlega þekkingu á öllu sem við kemur málningu,“ segir jafnframt í tilkynningu á vef Slippfélagsins.