HS Veitur
HS Veitur

Viðskipti

Skótískan á sama verði og á höfuðborgarsvæðinu
Fimmtudagur 16. desember 2010 kl. 09:32

Skótískan á sama verði og á höfuðborgarsvæðinu

Skóbúðin á Hafnargötu 29 er búin að auka við úrvalið hjá sér síðustu mánuði og er með tískuskó á góðu verði.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Vinsælar vörur hjá okkur eru skór fyrir dömur með fylltum botnum. Þetta er nýjasta tískan í dag,“ sagði Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir, starfsmaður Skóbúðarinnar. Þarna er einnig hægt að finna skó fyrir litlu kynslóðina.

Rosemary segir að fólk hafi stundum ranghugmyndir um verð og haldi að það sé ódýrara að versla á höfuðborgarsvæðinu en segir að tískuvörurnar í Skóbúðinni séu alltaf á sama verði, eða ódýrari og tekur sem dæmi stelpuspariskó á 2.995 kr., hælaskór með veski á 10.990 kr. og afa inniskórnir á frábæru verði, aðeins 2.990 kr.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025