Skissa opnar á Ásbrú
Skissa í samstarfi við Jónsson & Le'Macks hefur opnað nýja auglýsingastofu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Stofan er til húsa í Eldvörpum í byggingu 752 við Flugvallarbraut.
Jóhann Páll Kristbjörnsson á og rekur Skissu með eiginkonu sinni, Önnu Maríu. Jóhann Páll hefur starfað við prentsmíði og hönnun síðan 1987 en Anna María er menntuð myndlistarkona og er hönnuður og hugmyndasmiður hjá Skissu. Þau hafa rekið auglýsingastofuna í eitt og hálft ár við Tjarnargötu í Reykjanesbæ en ákváðu að flytja starfsemina að Ásbrú nú þegar stofan er komin í samstarf við Jónsson & Le'Macks.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Jóhann Páll Kristbjörnsson frá Skissu og þeir Agnar Le'Macks og Viggó Örn Jónsson frá auglýsingastofunni Jónsson & Le'Macks.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson