Skipulagsbreytingar hjá Flugleiðum
Í dag var tilkynnt um skipulagsbreytingar hjá Flugleiðum hf. en fyrirtækinu hefur verið skipt upp í eignarhaldsfélag 11 fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri og munu breytingarnar taka gildi um áramót. Stofnuð verða þrjú ný dótturfyrirtæki um rekstur millilandaflugs, tækniþjónustu og fjármálaþjónustu. Eftir breytinguna verða Flugleiðir hf. eignarhaldsfélag sem stýrir starfsemi 11 sjálfstæðra fyrirtækja. Skipulagsbreytingar nú hafa tvö meginmarkmið. Annað markmiðið er að styrkja enn stjórnun og þróun Flugleiðasamstæðunnar. Undanfarin ár hefur fyrirtækið stofnað sérstök dótturfyrirtæki utan um fjölmarga rekstrarþætti sem áður voru deildir í móðurfélaginu. Þetta hefur skilað verulegum árangri og átt þátt í að afkoma þessara dótturfélaga hefur batnað um nær einn milljarð króna fyrstu níu mánuði þessa árs.
Hitt markmiðið er að fylgja sérstaklega eftir þeim góða árangri, sem náðst hefur í rekstri millilandaflugs á þessu ári. Félagið gerir ráð fyrir harðnandi erlendri samkeppni í millilandaflugi á næstu árum og er nú að búa reksturinn í stakk til að mæta henni. Á þessu ári hefur mikið kapp verið lagt á að efla enn sókn á mikilvægustu mörkuðum félagsins og lækka kostnað hvarvetna í starfseminni.
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, hélt í dag fund með starfsmönnum Flugleiða og dótturfélaga þeirra. Þar kynnti hann afkomu fyrstu níu mánuða ársins og þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á skipulagi rekstrarins. Hann sagði að breytingar á skipulaginu undanfarin ár væru þegar að skila félaginu ávinningi og það vænti mikils af stofnun nýrra dótturfélaga.
Eftir breytingarnar um næstu áramót verður hlutverk Flugleiða, eignarhaldsfélagsins, fyrst og fremst stefnumótun og stjórnun fyrir alla samstæðuna, en rekstur í einstökum þáttum verður allur á vegum dótturfélaga Icelandair í millilandaflugrekstri.
Hitt markmiðið er að fylgja sérstaklega eftir þeim góða árangri, sem náðst hefur í rekstri millilandaflugs á þessu ári. Félagið gerir ráð fyrir harðnandi erlendri samkeppni í millilandaflugi á næstu árum og er nú að búa reksturinn í stakk til að mæta henni. Á þessu ári hefur mikið kapp verið lagt á að efla enn sókn á mikilvægustu mörkuðum félagsins og lækka kostnað hvarvetna í starfseminni.
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, hélt í dag fund með starfsmönnum Flugleiða og dótturfélaga þeirra. Þar kynnti hann afkomu fyrstu níu mánuða ársins og þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á skipulagi rekstrarins. Hann sagði að breytingar á skipulaginu undanfarin ár væru þegar að skila félaginu ávinningi og það vænti mikils af stofnun nýrra dótturfélaga.
Eftir breytingarnar um næstu áramót verður hlutverk Flugleiða, eignarhaldsfélagsins, fyrst og fremst stefnumótun og stjórnun fyrir alla samstæðuna, en rekstur í einstökum þáttum verður allur á vegum dótturfélaga Icelandair í millilandaflugrekstri.