Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Skemmtistað breytt í verslun og veitingahús?
Föstudagur 7. maí 2004 kl. 13:41

Skemmtistað breytt í verslun og veitingahús?

Húsnæðið sem eitt sinn hýsti skemmtistaði á borð við Skothúsið, N1 og Castró stendur nú autt við Hafnargötu 30 eftir að eigendur Castró hættu þar rekstri. Ýmsar hugmyndir eru nú uppi á borðinu hjá eigendum húsnæðisins. Ein þeirra er sú að tvískipta húsnæðinu og hafa þar í öðrum hlutanum verslunarpláss en í hinum aðstöðu fyrir veitingastað.
Arnar Helgi Lárusson, einn af fyrrverandi rekstraraðilum Castró, sagði í viðtali við Víkurfréttir að skemmtistaðir í Reykjanesbæ ættu erfitt uppdráttar vegna breyttra opnunartíma vínveitingastaða og að breytingar á Hafnargötunni hafi líka átt sinn þátt í aðsókn á skemmtistaðinn. „Lítill rekstrargrundvöllur er fyrir skemmtistað af þessari stærðargráðu á svæðinu þar sem nálægðin við Reykjavík spilar stórt hlutverk og mikið af suðurnesjabúum sækja þangað í næturlífið“. Arnar sagði einnig að bæjarstjórnin hafi ekki auðveldað eigendum skemmtistaðarins reksturinn með mjög háum gjöldum á vínveitingaleyfi.
Nú er spurning hvort eða hvenær breytingar á húsnæðinu hefjast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024