SKEMMTILEGIR LEIKMENN OG MIKLAR SKYTTUR
Landsbanki Íslands hefur verið aðalstyrktaraðili kkd. Keflavíkur ár sjöunda ár og telur Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbanka Íslands á Suðurnesjum, samstarfið hafa verið gott og báðum aðilum mikilvægt.,,Okkur er mikilvægt að taka þátt í jafn uppbyggilegu íþróttastarfi og á sér stað hjá körfunni í Keflavík og teljum að samstarfið hafi ótvírætt auglýsinga- og markaðsgildi.” Viðar er fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik og knattspyrnu, lék með Fram á yngri árum, og mætir á alla heimaleiki Keflvíkinga sem hann kemst á. ,,Ég á von á mjög skemmtilegum leik á laugardaginn enda tvö bestu lið landsins, um þessar mundir, að kljást um titilinn. Ég held að tap Njarðvíkinga gegn KR fyrir skömmu efli þá og styrki í undirbúningnum. Í liðunum eru margir skemmtilegir leikmenn og miklar þriggja stiga skyttur. Njarðvíkingar verða að stjórna hraða leiksins og miklu skiptir hvernig þeim tekst upp í vörninni gegn Damon Johnson.