Sjónvarp: 17 ár í flugstöðinni
– Kjartan Kristjánsson gleraugnakaupmaður í viðtali við SVF
Kjartan Kristjánsson hefur rekið Optical Studio í 17 ár í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verslunin verður þar a.m.k. til næstu sjö ára. Verslun Optical Studio er í norðurbyggingu flugstöðvarinnar þar sem miklar endurbætur hafa verið gerðar á verslunarrými á síðustu misserum.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Kjartan í gleraugnaverslun flugstöðvarinnar á dögunum þegar boðið var til fagnaðar í tilefni af miklum endurbótum í flugstöðinni.