Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

SG opnar bílaleigu
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 09:41

SG opnar bílaleigu

SG Bílaleigan opnaði formlega sl. föstudag að Básvegi 8 þar sem SG Bón er einnig til húsa. Bílarnir eru 11 talsins og koma allir frá Toyotasalnumí Njarðvík. Þeir eru mjög vel útbúnir, með öryggispúðum, geislaspilurum og mörgu fleira. Um er að ræða bæði sjálfskiptar og beinskiptar Toyotu Corollur og Yaris en það var Ævar Ingólfsson sem afhenti bílana með viðeigandi hætti í opnunarteiti sem þeir félagar, Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon, héldu í tilefni opnunarinnar. Að sögn þeirra félaga heppnaðist veislan vel og var margt um manninn en boðið var upp á snittur og drykki.
Viðbrögð fólks við opnun bílaleigunnar hafa verið mjög góð en fyrsta verk SG Bílaleigunnar var að keyra meistaraflokk karla í Keflavík í leikinn gegn Þór á Akureyri í Símadeildinni í knattspyrnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024